Andri Hrafn Sigurðsson hefur hafið störf hjá Líf og sál sálfræðistofu.  Andri sinnir meðferðar- og ráðgjafavinnu fullorðinna og vinnur mikið með streitu, kvíða og þunglyndi. Þá vinnur Andri ásamt öðrum sálfræðingum Lífs og sálar við ýmis verkefni fyrir fyrirtæki og stofnanir, bæði er varðar fræðslu, úttektir af ýmsu tagi og ráðgjöf. Greint er frá þessu í fréttatilkynningu.

Áður starfaði Andri sem ráðgjafi í ráðningum hjá Capacent og sem sálfræðingur á mannauðssviði Landspítalans. Andri er útskrifaður sálfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Andri er Í sambúð með Kolbrúnu Björk Jensínudóttir sálfræðinema og eiga þau von á sínu fyrsta barni í sumar.