Andri Guðmundsson, starfsmaður H.F. Verðbréfa, fjallar um stöðuveitingar stjórnmálamanna í pistli sem birtist í Viðskiptablaðinu í síðustu viku.

Af skrifum Andra má sjá að honum þykir víða pottur brotinn þegar kemur að opinberum stöðuveitingum.

„Svo dæmi sé tekið skipar borgarstjórn fulltrúa í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og ég fæ ekki betur séð en að þannig skipi einhverjir borgarfulltrúar sjálfa sig í stjórn fyrirtækisins. Þá virðist mér fjármálaráðherra skipa í stjórn Landsvirkjunar ekki síst á grundvelli flokksskírteinis. Eru þessar stöður auglýstar,“ spyr Andri í pistlinum.

„Er með þessu móti tryggt að hæfasta fólkið sitji í þessum stjórnum? Er það rekstri þessara fyrirtækja til hagsbóta að skipta um stjórnir þegar kosið er til borgarstjórnar og Alþingis? Hvers vegna eru þessar stöður ekki auglýstar og hæfasta fólkið ráðið óháð pólitískum viðhorfum og prófkjörsárangri?“

Pistil Andra má lesa í heild sinni hér.