Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, sagði í ræðu sinni á iðnþingi í dag að nánast ómögulegt væri að reka fyrirtæki á Íslandi með íslensku krónuna sem gjaldmiðil. Hún væri uppspretta óstöðugleika og erfiðleika.

Hann sagði að Ölgerðin væri dæmi um fyrirtæki þar sem blómleg nýsköpun ætti sér stað á öllum stigum í framleiðsluferlinu. Hann gagnrýndi stjórnvöld fyrir að vera með alltof háa skatta á ýmsar vörur, eins og gosdrykki og áfengi.

Í lokræðu sinnar sagði Andri: „Köstum krónunni og hættum neyslustýringu, takk fyrir."