Sjálfkjörið verður í stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar en kosning stjórnar er á dagskrá hluthafafundar sem fer fram þann 20. ágúst næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Samkvæmt samþykktum félagsins skipa stjórnina fimm menn og jafnmargir til vara.

Eftirtaldir aðilar buðu sig fram í stjórn

Í aðalstjórn:
Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar.
Bjarki Már Baxter yfirlögfræðingur.
Elín Jónsdóttir lögfræðingur LL.M, ráðgjafi.
Kristín Friðgeirsdóttir verkfræðingur Ph.D., dósent.
Örvar Kærnested fjárfestir og ráðgjafi.

Í varstjórn:
Ármann Harri Þorvaldsson ráðgjafi.
Bryndís Hrafnkelsdóttir forstjóri.
Daði Bjarnason héraðsdómslögmaður.
Helga Kristín Auðunsdóttir lögfræðingur LL.M.
Þórunn Pálsdóttir verkfræðingur MBA.

Núverandi stjórn skipa Elín Jónsdóttir, fyrrverandi forstjóri Bankasýslu ríkisins, sem er stjórnarformaður. Eiríkur Elís Þorláksson, Bjarki Már Baxter, Júlíus Þorfinnsson, og Örvar Kærnested.