*

miðvikudagur, 17. júlí 2019
Innlent 30. desember 2013 12:35

Andri Þór og Októ hljóta Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins

Andri Guðmundsson og Októ Einarsson handhafar Viðskiptaverðlauna ársins 2013.

Ritstjórn
Andri Þór Guðmundsson í Ölgerðinni.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, og Októ Einarsson, sem keyptur Ölgerðina skömmu fyrir hrun eru handhafar Viðskiptaverðlauna Viðskiptablaðsins árið 2013. Tilkynnt var um útnefninguna við hátíðlega athöfn á Hótel Sögu í hádeginu í dag.

Í tímariti Viðskiptablaðsins, Áramótum, sem kom út í dag í tilefni útnefningarinnar, segir að þeir Andri og Októ hafi stýrt fyrirtækinu í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu við gríðarlega erfiðar aðstæður og tekist á sama tíma að auka markaðshlutdeild fyrirtækisins á miklum samkeppnismarkaði.

Nánar er fjallað um málið í Áramótum. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is