Andstaða við inngöngu í Evrópusambandið fer vaxandi samkvæmt nýlegri könnun sem MMR framkvæmdi og birti þann 14. nóvember. Þar kom fram að 57,8 prósent aðspurðra voru andvígir inngöngu Íslands í Evrópusambandið.

Í síðustu könnun sem MMR framkvæmdi voru 50,7 prósent andvíg. 21,3 prósent svöruðu hvorki/né og 20,9 prósent voru hlynnt inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Spurt var; Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að Ísland gangi í Evrópusambandið? Í úrtakinu voru einstaklingar á aldrinum 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR.