Nokkur andstaða er við að Afl Sparisjóður, sem samanstendur af gamla sparisjóði Skagafjarðar og Siglufjarðar, sameinist Arion banka. Jón Bjarnason, þingmaður VG, segir að heimamönnum sé annt um að halda sjóðnum gangandi og horfi til þess að erfitt væri að halda sparisjóðakerfinu gangandi ef sjóðurinn sem er með um 25-30% af veltu þeirra sparisjóða sem eftir eru í landinu, færi inn í Arion banka. Bankinn hefur áður gefið það út að hann stefni að sameiningu. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Af stofnfjárbréfum sjóðsins þá á Arion banki 94,5% en bankinn heldur þó einungis 5% af atkvæðisrétti á fundum stofnfjárhaga í samræmi við hámarksatkvæðisrétt í lögum um sparisjóði. Bankinn lagði fram kauptilboð um alla stofnfjárhluti í sjóðinn í fyrra en eitt skilyrða tilboðsins að allir stofnfjáreigendur samþykktu það en tilboðið rann út í desember í fyrra.