Stefán Einar Stefánsson, formaður VR.
Stefán Einar Stefánsson, formaður VR.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Lítill sem enginn árangur hefur orðið af viðræðum aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda um að færa þjónustu við atvinnulausa frá Vinnumálastofnun til nokkurra stéttarfélaga. Er sagt frá þessu á mbl.is

Um tilraunaverkefni er að ræða sem var hluti af kjarasamningum, sem undirritaðir voru í maí í fyrra. Hefur mbl.is eftir Stefáni Einari Stefánssyni, formanns VR, að hægaganginn megi að stórum hluta rekja til mikillar andstöðu við verkefnið innan Vinnumálastofnunar.