Bankar og fjármálafyrirtæki eiga að einfalda rekstur sinn, gera uppgjörin gegnsærri, bæta eiginstöðuna og hætta þessum leik sem þeir léku á árunum fyrir hrun, að sögn Angel Gurría, framkvæmdastjórna Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Hann nefnir sérstaklega útlánagleðina á árunum fyrir hrun sem hafi valdið því að ríkið varð að nota fjármagn skattgreiðenda til að koma bönkunum til bjargar.

„Arfleifð fjármálakreppunnar er sú að eftirlitið hefur verið bætt,“ segir hann.

VB Sjónvarp ræddi við Angel Gurría í síma.