Smæð íslensku krónunnar í heimshagkerfinu er ekki lykilatriði fyrir samkeppnina hér á landi. Meiru máli skiptir að vel takist til við afnám gjaldeyrishafta og að markaðurinn fái skýr skilaboð, að sögn Angel Gurría, framkvæmdastjóra Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD).

Gurría var aðalræðumaður á alþjóðlegri ráðstefnu Samkeppniseftirlitsins, afrýjunarnefndar samkeppnismála og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í dag. Þar var m.a. rætt um samkeppnismál í litlu hagkerfi og þær áskoranir sem blasa við.

VB Sjónvarp ræddi við Angel Gurría.