Time magazine hefur valið Angelu Merkel, kanslara Þýskalands sem mann ársins.

Time rekur sögu Merkel, uppvaxtar árin hennar í Austur-Þýskalandi en leggur áherslu á stöðu hennar innan Evrópu í dag, og aðgerðir hennar á síðastliðnu ári. Angela gekk hart fram innan Evrópu á árinu og hvatti þjóðir Evrópu til að taka á móti flóttamönnum og hælisleitendum með hlýhug en ekki hræðslu. Með því óskaði hún eftir meira af þjóð sinn en margir aðrir stjórnmálamenn myndu þora að gera.

Afdráttarlausar yfirlýsingar Merkel varðandi flóttamenn komu mörgum í opna skjöldu, enda hafði hafði hún verið þekkt fyrir varkárni í yfirlýsingum. Merkel er einnig hrósað fyrir viðbrögð sín við skuldavanda Grikklands og í Úkraínudeilunni.

Lesendur Time völdu Bernie Sanders sem mann ársins .