Angela Merkel þarf að treysta á stuðning stjórnarandstöðunnar til að koma nýjum fjármálasáttmála Evrópusambandsins í gegn. Tveir þriðju af bæði efri og neðri deild þýska þingsins þarf að samþykkja sáttmála. Stjórnarandstaðan hefur verið með í undirbúningi fjármálasáttmálans frá upphafi.

Þýska stjórnin telur að nýtt skuldaþak í öllum löndum Evrópusambandsins fyrir utan Bretland og Tékkland þýði framsal valds til Evrópu.

Merkel hefur barist hart fyrir skuldaþaki þjóða sem þýðir að stjórnin þarf í raun að vera án nýrra skulda frá árinu 2016. Þýskaland hefur verið gagnrýnt fyrir of harðar aðhaldsaðgerðir og lítið svigrúm til vaxtar. Þetta kemur fram í Wall Street Journal.