Námafyrirtækið Anglo American, sem er fimmta stærsta námafyrirtæki í heimi, hefur birt heildar endurskipulagningaráætlun fyrirtækisins. Áætlunin gerir ráð fyrir að fækka störfum um 85.000, sölu eigna, lækkun kostnaðar og að öllum arðgreiðslum verði frestað. Ástæða aðgerðanna er stórfell lækkun hrávöruverðs, minnkandi eftirspurn í nýmarkaðsríkjum, s.s. Kína.

Fyrirtækið ætlar að loka þeim þáttum starfseminnar sem ekki skila hagnaði, en eftir niðurskurðinn er gert ráð fyrir því að starfsmenn fyrirtækisins verði um 92.000 árið 2017 og þeim muni fækka enn frekar niður í 50.000, en starfsmenn fyrirtækisins eru 135.000 núna.