Moody´s lækkaði í dag lánshæfismat á forgagnskröfur (e. senior debt) á írska bankann Anglo Irish.  Lækkar því lánshæfismatið úr A3 í Baa3.

Er ástæðan aðallega sú, að Moody´s telur að bankinn muni þurfa á enn frekari aðstoð að halda frá írska ríkinu.

Anglo Irish bankinn lánaði mikið til fasteignaverkefna á Írlandi og lenti í miklum erfiðleikum þegar fasteignamarkaðurinn á Írlandi hrundi árið 2008. Í framhaldi af því lagði írska ríkið bankanum til 1,5 milljarð evra í hlutafjárframlag og eignaðist 75% í bankanum.  Tvívegis hefur ríkið þurft að setja en meiri peninga inn í bankann.  Sumarið 2009 lagði ríkið fram 4 milljarða evra og svo aftur vorið 2010.  Þá tilkynnti Brian Lenihan viðskiptaráðherra Írlands um 8,3 milljaða framlag og að mögulega þyrfti ríkið að leggja fram enn meira, allt að 10 milljarða evra....