*

föstudagur, 22. nóvember 2019
Fólk 25. júní 2019 08:44

Anna hættir hjá Íslandspósti

Anna Katrín Halldórsdóttir hefur ákveðið að láta af starfi framkvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs hjá Íslandspósti.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Anna Katrín Halldórsdóttir hefur ákveðið að láta af starfi framkvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs hjá Íslandspósti. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Anna sendi frá sér í gærkvöldi. 

Í tilkynninguni segir Anna: 

„Eftir lærdómsríkan og skemmtilegan tíma hjá Póstinum hef ég sagt upp störfum og ákveðið að leita nýrra áskorana. Ég þakka öllum sem ég hef starfað með fyrir gott samstarf og óska þeim sem taka við góðs gengis. Árangur hefur náðst í fjölmörgum verkefnum undanfarin ár t.d. á sviði stafrænna lausna og þjónustumála en enn fleiri verkefni bíða nýrra aðila. Með breytingum bæði innan Póstsins og í ytra umhverfi tel ég nú rétt að snúa mér að öðrum verkefnum. Framtíðin er óráðin en mörg spennandi verkefni bíða þess að verða skoðuð eftir sumarleyfi.“