Anna Jóhannsdóttir, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu, hefur tekið til starfa sem alþjóðafulltrúi í forsætisráðuneytinu. Hún tekur við störfum af Sturlu Sigurjónssyni sem hefur flust til starfa sem sendiherra í Kaupmannahöfn.

Anna er lögfræðingur með meistaragráðu í Evrópurétti frá Edinborgarháskóla.  Hún starfaði sem héraðsdómslögmaður um fimm ára skeið, en hefur undanfarin átta ár starfað í utanríkisþjónustunni. Helstu störf hafa verið á viðskiptaskrifstofu,  í fastanefnd Íslands í Genf og sem forstöðumaður íslensku friðargæslunnar.  Hún hefur undanfarið starfað sem skrifstofustjóri á viðskiptasviði og gegnir formennsku í samningahópi EES II, auk þess að sitja í samninganefnd Íslands vegna aðildarviðræðna við Evrópusambandið.