Anna María Guðmundsdótti hefur hafið störf hjá fyrirtækinu Brammer og gegnir þar stöðu innkaupastjóra. Anna María starfaði áður hjá Rio Tinto Alcan á Íslandi og sem leiðtogi innkaupa, þróunarverkefnis Isal, sem er 57 milljarða fjárfestingarverkefni.

Verkefni Önnu hjá Brammer verður meðal annars að leita hagræðinga í innkaupum fyrir vöruhús Alcoa en Brammer sér um slík vöruhús bæði á Íslandi og í Noregi. Anna María er viðskiptafræðingur að mennt og með MPM próf frá Háskóla Íslands.