Anna Mjöll Karlsdóttir hefur verið ráðin yfirlögfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu (FME). Hún tekur við af Unni Gunnarsdóttur, sem tók við forstjórastarfi FME í fyrravor.

Fram kemur í tilkynningu frá FME að Anna Mjöll hafi langa starfsreynslu í stjórnsýslunni og í dómskerfinu. Hún hefur starfað hjá Fjármálaeftirlitinu frá 1. september 2010, síðast sem aðstoðarframkvæmdastjóri eftirlitssviðs.

Anna tekur við starfinu eftir helgi, mánudaginn 5. nóvember.