*

sunnudagur, 5. desember 2021
Fólk 26. október 2016 11:00

Anna til CP Reykjavík

Anna R. Valdimarsdóttir er nýr verkefnastjóri hvataferðadeildar hjá CP Reykjavík, en hún hefur meistaragráðu í ferðamálafræði.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Anna R. Valdimarsdóttir hefur hafið störf sem verkefnastjóri hvataferðadeildar hjá CP Reykjavík.

Áður var hún markaðs- og sölustjóri Nordic Visitor DMC á árunum 2011 til 2016, verkefnastjóri hjá Ráðstefnuskrifstofu Íslands frá 2005 til 2011 og fulltrúi hjá Ferðamálaráði Íslands árið 2004.

Anna hefur meistaragráðu í ferðamálafræði frá Strathclyde háskólanum í Skotlandi.