Origo hefur óskað þess við Nasdaq á Íslandi að hlutabréf félagsins verði tekin úr viðskiptum á aðalmarkaði Kauphallarinnar. Upplýsingatæknifyrirtækið væntir niðurstöðu Nasdaq á Íslandi á næstu dögum, að ‏því er segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Samhliða ‏því mun Origo leggja fram almennt tilboð til hluthafa í félaginu um kaup á allt að 25.000 hlutum gagnvart hverjum hluthafa.

Tilboðsverð er 87 krónur á hlut, sem samsvarar tilboðsverði Umbreytingar II í valfrjálsu tilboði fyrr í ár, aðlagað vegna 2 milljarða krónu arðgreiðslu sem hluthafar samþykktu á aðalfundi í síðustu viku. Tilboðið tekur gildi þann 27. mars 2023 og gildistíma þess lýkur kl. 17 þann 11. apríl næstkomandi.

„Tilgangur tilboðsins er að gera hluthöfum félagsins kleift að selja hluti í félaginu vegna hinnar fyrirhuguðu afskráningar þar sem afskráning hlutabréfa í félaginu mun leiða til minni seljanleika þeirra.“

Í kjölfar yfirtökutilboðs Umbreytingar II, í stýringu hjá Alfa Framtaki, eignaðist framtakssjóðurinn 63% hlut í Origo. Tillaga sjóðsins um að afskrá félagið var sa‏mþykkt með 94,3% atkvæða á aðalfundi Origo.