Þrjár bandarískar alríkisstofnanir tilkynntu á sunnudaginn að þeir myndu tryggja að allir innstæðueigendur Silicon Valley bankans - sem féll á föstudaginn - fengju fé sitt að fullu endurgreitt. New York Times greinir frá þessu.

Bandaríski seðlabankinn, bandaríska fjármálaráðuneytið og bandaríski tryggingarsjóður innistæðueigenda tilkynntu í sameiginlegri yfirlýsingu í kvöld að „innstæðueigendur munu hafa aðgang að öllu fé sínu frá og með mánudeginum 13. mars. Ekkert tap í tengslum við gjaldþroti Silicon Valley Bank verður á kostnað skattgreiðenda.“

Stofnanirnar sögðu einnig að þær myndu setja svipaða áætlun fyrir Signature Bank, sem var lokað í dag af yfirvöldum.

Signature Bank, með aðsetur í New York, hefur lengi sérhæft sig í að veita lögmannsstofum bankaþjónustu. Hann var orðinn einn helsti bankinn í Bandaríkjunum sem átti í viðskiptum með rafmyntir.

Bankinn stórjók á sama tíma innistæður en hlutabréf hans hrundu í verði síðasta sumar á sama tíma og rafmyntir.