Annar hryðjuverkamannanna hringdi í gær í frönsku sjónvarpsstöðina BFMTV, á meðan umsátur franskra lögregluyfirvalda stóð yfir í lítilli prentsmiðju í bænum Dammartin-en-Goele. Hryðjuverkamennirnir tveir voru drepnir af lögreglu í gær í áhlaupi, en þeir höfðu tekið einn í gíslingu.

Hryðjuverkamennirnir höfðu deginum áður, á fimmtudag, myrt tólf í árás á ádeilublaðið Charlie Hebdo. Í viðtali BFMTV við Cherif Kouachi kom fram að árásin hafi verið gerð í þágu Múhameðs spámanns. Þá uppljóstraði hann um að Anwar-al Awlaki hefði hjálpað þeim að fjármagna og skipuleggja árásirnar, en hann hefur tengsl við hryðjuverkasamtökin Al-Qaeda. Awlaki var drepinn af bandaríkjaher í september árið 2011.

Viðtal BFMTV við Cherif Kouachi má heyra hér.