Forsvarsmenn Americal Airlines og US Airways hafa átt byrjunarviðræður um hugsanlegan samruna félaganna. Samkvæmt heimildum Reuters hafa einnig átt sér stað alvarlegar viðræður milli American og Continental og samvinnu.

Delta og Northwest sameinuðust nýlega í stærsta flugfélag Bandaríkjanna og heimsins alls. Mikið hefur verið rætt um hagræðingu innan fluggeirans í Bandaríkjunum til að mæta hækkandi kostnaðar, sem helgast sérstaklega af hækkandi eldneytisverði, aukinni samkeppni frá Evrópu og væntanlegs efnahagssamdráttar.

American og Continental líta fyrst og fremst til samvinnu fremur en samruna. SkyTeam-samvinna Air France, Alitalia, Delta og Northwest hefur skilað félögunum góðum árangri.