Úrvalsvísitala kauphallarinnar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,56% í viðskiptum dagsins og stendur nú í 1.732,83 stigum. Heildarvelta á hlutabréfamarkaði nam 670,7 milljónum.

Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði um 0,06% og stendur því í 1.226,9 stigum. Heildarvesta á skuldabréfamarkaði nam 3,9 milljörðum.

Bréf allra félaga lækkuðu eða héldust í stað að undanskildum bréfum Reita sem hækkuðu lítillega eða um 0,27% í ríflega 32 milljón króna viðskiptum.

Mest lækkun á bréfum Úrvalsvísitölufélaga var á bréfum Haga sem lækkuðu um 1,54% í 248 milljón króna viðskiptum. Næst mesta lækkunin var á bréfum Icelandair Group sem lækkuðu um 0,95% í 147 milljón króna viðskiptum.

Bréf í Símanum héldust í stað í rúmlega 2 milljón króna viðskiptum.

Vísitölur GAMMA

Markaðsvísitala GAMMA lækkaði um 0,1% í dag í 3,8 milljarða viðskiptum.

Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,6% í dag í 0,7 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,1% í dag í 1,9 milljarða viðskiptum. Óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,1% í 1,9 milljarða viðskiptum.

Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa hækkaði lítillega í dag í 1,3 milljarða viðskiptum.