Dustin Moskovitz annar stofnenda Facebook hefur ákveðið að fara frá fyrirtækinu eftir um mánuð. Moskovitz stofnaði veffyrirtækið ásamt Mark Zuckerberg sem er framkvæmdastjóri fyrirtækisins og verður þar áfram, að því er segir í frétt WSJ. Þeir tveir stofnuðu fyrirtækið á meðan þeir voru háskólanemar í Harvard fyrir nokkrum árum.

Moskovitz er að setja á stofn nýtt hugbúnaðarfyrirtæki. Í skilaboðum á Facebook síðu hans segir að hann, ásamt verkfræðingi hjá fyrirtækinu sem ætlar að fylgja honum, hafi unnið að hugbúnaði fyrir notendur í viðskiptalífinu og viljað samþætta það Facebook.