Annar stærsti viðskiptadagur ársins með skuldabréf var í gær en veltan nam um 26 milljarða króna, að sögn greiningardeildar Glitnis. Til samanburðar er meðaldagsveltan 8,3 milljarðar króna. Segir greiningardeildin aukin áhuga vera vegna breytinga ríkisstjórnarinnar á virðisaukaskatti og vörugjöldum á matvöru.

?Að öllum líkindum má rekja þetta bæði til aðgerða ríkisstjórnarinnar sem eru til þess fallnar að draga úr verðbólgu og eins til þess að fjárfestar voru að gera ráð fyrir minni hækkun neysluverðsvísitölunnar en áður hafði verið spáð. Ávöxtunarkrafa RIKB08 og RIKB13 lækkaði í gær og má búast við að það megi einnig rekja til ofangreindra þátta.

Hins vegar var allt annað uppi á teningnum með RIKB10 en krafa hans hækkaði um 10 punkta. Óhætt er að segja að sú þróun komi dálítið á óvart en taka verður mið af því að flot bréfanna er lítið og því þarf ekki nema einn aðila sem vill selja til að svona aðstæður geti myndast," segir greiningardeildin.