Atkvæðagreiðslu um aðra umræða fjárlagafrumvarps næsta árs lauk eftir miðnætti. Þá hafði önnur umræða staðið yfir í tæpar 76 klukkustundir, en samtals hefur umræða í fyrstu og annarri umferð staðið yfir í 92 klukkustundir. Umræða um fjárlagafrumvarp hefur aldrei staðið yfir jafn lengi og í ár.

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks felldi allar breytingatillögur minnihlutans.

Mikið gekk á í þingsal í gærkvöldi. Meðal annars sagi Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, að þingmaður í salnum hefði verið undir áhrifum.

„Menn ættu að hlusta sem ættu að hlusta í þessum sal. Það er ekki hægt að láta bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum.“