Markaðsvirði íslenska líftæknifyrirtækisins Alvotech hefur lækkað um 110 milljarða króna á rúmum tveimur vikum, úr um 530 milljörðum í tæplega 420 milljarða króna. Lækkunina má rekja til mikillar óvissu um stöðu umsóknar Alvotech um markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir fyrsta lyf sitt, líftæknihliðstæðu við eitt söluhæsta lyf heims.

Alvotech var skráð á bandarískan og íslenskan hlutabréfamarkað í júní 2022. Í lok síðasta árs og byrjun þessa árs hækkaði gengi hlutabréfa félagsins umtalsvert, m.a. vegna væntinga um að FDA myndi samþykkja markaðsleyfi fyrir líftæknihliðstæðu við gigtarlyfið Humira.

Í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins má finna samantekt um helstu vendingar frá skráningu Alvotech á markað og umfjöllun um stöðu umsóknar félagsins á markaðsleyfi fyrir fyrsta lyf sitt í Bandaríkjunum.

Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina, sem birtist í Viðskiptablaðinu sem kom út 27. apríl 2023, í heild sinni hér.