Það voru margir mættir snemma í biðröð fyrir framan breskar verslanir til að gera góð kaup í verslunum en á þessum degi er oft hægt að nýta sér tilboð verslananna. Meðal þeirra sem auglýstu slík tilboð voru verslanir á borð við Harrods, Selfridges, Liberty, House of Fraser, Next and Marks & Spencers. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins.

„Black Friday“ hefur hingað til verið vinsæll verslunardagur þar sem viðskiptavinir storma í verslanir til að gera góð kaup en þessi fyrstu opnunardagur um jól virðist ekki gefa mikið eftir.

Verslunareigendur búast við sérstaklega góðum degi í dag þar sem afslættir eru allt að 50%. Verslunin Next opnaði til að mynda klukkan sex í morgun þar sem 600 manns biðu eftir að komast inn.