Þau eru drjúg morgunverkinn hjá Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands og skammt stórra högga á milli.

Ásamt því að staðfesta við Dow Jones-fréttaveituna að íslenska ríkinu hafi verið 4 milljarða evra gjaldeyrislán þá kynnti hann einnig júdókennslumyndband sem hefur verið gert í tengslum við bók sem hann skrifaði um hina fornu japönsku sjálfsvarnaríþrótt.

Að sögn RIA-fréttastofunnar er myndbandið í fjórum hlutum og í því fer forsætisráðherrann, sem er svarta beltið í júdó, yfir sögu íþróttarinnar og sýnir helstu fangabrögð.

Myndbandið byggir á bókinni „Lærum júdó með Vladimír Pútín” en forsætisráðherrann samdi hana með tveimur öðrum höfundum.

Bókin ætti eflaust að vera einhverjum Íslendingum góðum kunn en hún hefur verið þýdd á tólf tungumál.

Þess má geta að Pútín virðist vera umhugað að kynna starfsbræðrum sínum í stétt stjórnmálanna júdólistina en í viðtali við franska dagblaðið Le Figaro í síðasta mánuði sagði hann að til stæði að þeir Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti, tækju júdóæfingu saman.