*

þriðjudagur, 20. ágúst 2019
Innlent 2. mars 2018 12:56

Annata krefur RARIK um 135 milljónir

Annata vill bætur frá RARIK vegna meintra brota á lögum um opinber innkaup.

Ritstjórn
Jóhann Jónsson er forstjóri Annata.
Aðsend mynd

Hugbúnaðarfyrirtækið Annata hefur krafið RARIK um 135 milljónir króna í bætur vegna tjóns sem félagið kveðst hafa orðið fyrir vegna meintra brota á lögum um opinber innkaup og tilskipun Evrópusambandsins við útboð á reikningsgerðarkerfi.

RARIK hefur hafnað kröfu Annata og telur líklegt að dómsmál verði höfðað á hendur fyrirtækinu innan skamms að því er kemur fram í ársreikningi RARIK.

Annata og Advania tóku þátt í útboði RARIK og dótturfélagi þess Orkusölunnar, um kaup á og innleiðingu nýju orkureikningakerfi. RARIK tilkynnti í febrúar 2017 að samið hefði verið við Advania.

Ríkiskaup höfðu áður auglýst, fyrir hönd RARIK, eftir þátttakendum á evrópska efnahagssvæðinu sem boðið gætu orkureikningakerfi sem hlotið hefði útbreiðslu í Evrópu og væri samþætt við Microsoft Dynamics AX viðskiptakerfið.

„Eftir ítarlega skoðun á boðnum lausnum og fjárhagstilboð með innleiðingu mat Ríkiskaup tilboð Advania sem hagstæðara tilboðið samkvæmt valforsendum RARIK,“ sagði í frétt á vef RARIK þegar samið var við Advania.