Hugbúnaðarfyrirtækið Annata tapaði 142 milljónum króna á síðasta ári og versnaði afkoma félagsins um 416 milljónir milli ára. Tekjur félagsins námu tæplega 3,8 milljörðum króna og jukust um 28% milli ára.

EBITDA var neikvæð um 51 milljón og versnaði um 563 milljónir á milli ára. Eignir félagsins námu 2,1 milljarði í árslok auk þess sem eiginfjárhlutfall var 61,7% og lækkaði um 1,8 prósentustig á milli ára. Jóhann Ólafur Jónsson er forstjóri félagsins.