Það er mikið um að vera á skrifstofu ríkissáttasemjara þessa dagana, en náttúrufræðingar, leikskólakennarar og flugvirkjar funduðu þar með viðsemjendum sínum í gær.

Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að samningaviðræður milli flugvirkja og viðsemjenda þeirra ganga illa, en heldur bjartara er yfir náttúrufræðingum. Hjá leikskólakennurum ganga samningaviðræður ekki vel enda samþykktu félagsmenn í gær með 99% atkvæða að fara í vinnustöðvun 19. Júní næstkomandi.