Tölvurþrjótahópurinn þekkti, Anonymous hefur gefið út tilkynningu um að hafa brotist inn á 500 kínverskar heimasíður. Meðal þess sem ráðist var á eru heimasíður yfirvalda, stofnana, fyrirtækja og fleiri aðila.

Hópurinn skildi eftir skilaboð á síðunum sem tóku á móti öllum sem opnuðu vefsvæðin. Þar stóð að árásin væri til að mótmæla eftirliti kínverskra yfirvalda á landsmönnum. Kínverjar voru hvattir til að slást í lið með tölvuþrjótahópnum og mótmæla harðræðinu.

Tölvuþrjótahópurinn Anonymous réðist á kínverskar heimasíður
Tölvuþrjótahópurinn Anonymous réðist á kínverskar heimasíður

Í Kína er mikið eftirlit haft með vefnotkun íbúa og því stjórnað hvaða heimasíður og vefmiðla er hægt að nálgast.

Frá þessu segir á vef breska ríkisútvarpsins, BBC. Hægt er að lesa meira um málið hér .