Hreyfingin á hlutabréfamarkaði Kauphallarinnar hefur verið með minnsta móti það sem af er degi, ekki síst ef miðað er við dagana eftir um og eftir áramótin. Gengi hlutabréfa fjögurra félaga hefur breyst í viðskiptum upp á rétt rúmar 40 milljónir króna.

Nær öll veltan hefur verið með hlutabréf Icelandair Group eða upp á tæpar 37 milljónir króna. Mestu viðskiptin það sem af er degi er með hlutabréf Icelandair Group eða upp á 39 milljónir króna. Veltan með hlutabréf nam frá 1 og upp í kringum 4 milljarða króna eftir áramótin.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,09% og stendur hún í 1.133,7 stigum.