*

þriðjudagur, 18. janúar 2022
Erlent 24. september 2019 16:50

Ant Financial fer á markað

Dótturfélag Alibaba, Ant Financial stefnir á að fara á markað. Félagið er metið á um það bil 150 milljarða dollara.

Ritstjórn
Jack Ma, stofnandi og fyrrverandi stjórnarformaður Alibaba
epa

Alibaba hefur fengið samþykki fjármálayfirvalda í Kína fyrir endurskipulagningu félagsins Ant Financials, áður Alipay, sem opnar fyrir áætlanir þess að það fari á almennan markað.

Kínverskir eftirlitsaðilar samþykktu tillöguna nokkrum vikum eftir að Jack Ma, stofnandi félagsins, hætti sem stjórnarformaður. Ant Financial er nú verðmætasta fjártæknifélag í heimi og er virði þess metið á um það bil 150 milljarða Bandaríkjadala. Þetta kemur fram á vef Financial Times.

Alibaba hefur átt rétt á 37,5% hlut í hagnaði Ant Financial fyrir skatta. Síðan í ársbyrjun 2018 hefur félagið viljað breyta því yfir í 33% eignarhlut í félaginum. Endurskipulagningin hafi hins vegar tafist mikið vegna stjórnvalda þar í landi og hafa greinendur velt því fyrir sér hvort að stærð tæknirisans væri hættulega mikil. Út frá ársreikning Alibaba er gert ráð fyrir því að Ant Financials hafi skilað um það bil 200 milljónum dollara í hagnað fyrir skatt árið 2018.

Stikkorð: Alibaba Jack Ma Alipay Ant Financial