Charles J. Antonucci Sr., fyrrum bankastjóri Park Avenue bankans í New York viðurkenndi í gær 6 af 10 ákæruliðum á hendur sér. Park Avenue bankinn lenti í gríðarlegum erfiðleikum þegar fjármálakrísan skall á, en eigið fé hans lækkaði um 87% á tveimur árum, niður í 3,3 milljónir dala. Eins og greint var frá á vef Viðskiptablaðins í gærkvöldi játaði Antonucci flest ákæruatriðanna en hann var handtekinn í mars á þessu ári. Ákæruatriðin sem Antonucci gekst ekki við voru ásakanir um að hafa þegið far með einkaþotum viðskiptavina bankans og að hafa stolið 103 þúsund dölum frá prestum í söfnuði í Coral Springs, Florída.