ANZA hefur keypt rekstur netafrit.is og hyggst með kaupunum auka hlut sinn á markaði fyrir afritunarþjónustu fyrir fyrirtæki. Netafrit.is hefur boðið þjónustu sína á samnefndri vefsíðu og hefur séð um afritun tölvugagna fyrir fjölda fyrirtækja á Íslandi síðustu árin. ANZA hefur fram að þessu einbeitt sér nær eingöngu að afritun fyrir íslensk og erlend stórfyrirtæki en kaupin fela meðal annars í sér útvíkkun þjónustunnar til smærri fyrirtækja og einstaklinga.

Þjónusta netafrit.is verður eftirleiðis kynnt undir nafninu ?netafritun ANZA" en hún verður eftir sem áður í boði á vefnum í gegnum vefsíðuna netafrit.is

ANZA var stofnað árið 1997 og hefur frá upphafi verið leiðandi í rekstri tölvukerfa fyrirtækja segir í tilkynningu fyrirtækisins. Þars egir ennfremur að ANZA býður breiða og sveigjanlega þjónustu óháða vörumerkjum.

Netafrit.is ehf. var stofnað árið 2000 og hefur sérhæft sig í afritun gagna fyrir smærri fyrirtæki samhliða því að endurheimta gögn af diskum fyrir fyrirtæki og einstaklinga.