AOL, dótturfélag Time Warner, hefur staðfest að það hafi dregið til baka 900 milljón Bandaríkjadala yfirtökutilboð sitt í sænska netauglýsingarfyrirtækið TradeDoubler, þar sem ekki hafi nægjanlega margir hluthafar verið reiðubúnir að samþykkja tilboðið.

Fjárfestingarsjóðurinn Arctic Ventures, sem í eigu Íslendinga og er stjórnað af Ragnari Þórissyni, á 9,7% hlut í TradeDoubler.

Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal greindi frá því á miðvikudaginn að Time Warner hefði stuðning stjórnar TradeDoubler og um það bil 20% hluthafa fyrirtækisins.

Hlutabréf í Time Warner lækkuðu um 0,1% við lokun markaða í gær.