*

sunnudagur, 28. nóvember 2021
Erlent 7. febrúar 2011 10:23

AOL kaupir Huffington Post

Netveitan AOL kaupir vefritið Huffington Post fyrir 315 milljónir dala.

Ritstjórn
Arianna Huffington, stofnandi The Huffington Post.
None

Netfyrirtækið AOL kaupir vefritið Huffington Post fyrir 315 milljónir dala, jafnvirði um 37 milljarða króna, að því er erlendir miðlar greina frá í dag. Kaupin þykja djörf og tekur AOL þar sterka stöðu með framtíð netfréttasíðna.

Gert er ráð fyrir að kaupum AOL ljúki síðar á þessu ári. Arianna Huffington, stofnandi Huffington Post, mun starfa í stjórnendateymi AOL en greitt er fyrir fréttasíðuna að mestu með peningum. Alls greiðir AOL 300 milljónir dala í reiðufé.

Mánaðarlega heimsækja um 25 milljónir manna Huffington Post.

Stikkorð: AOL Arianna Huffington