Hlutabréfa-apinn Matu frá dýragarðinum í Kristansand tekur þátt í Noregsmeistaramótinu í hlutabréfaviðskiptum sem haldið er á vegum viðskiptanetmiðilsins e24.no. Eftir fyrstu vikuna er Matu í 3522. sæti á meðal 5525 keppenda. Ávöxtun Matu er neikvæð um 3,82 prósent. Sá sem efstur er í keppninni er með 6,12% ávöxtun á einni viku, en sá neðsti með neikvæða ávöxtun upp á 27,27%.

Fyrir þá sem eru áhugasamir um hvernig Matu valdi sitt fyrsta eignasafn er bent á að skoða má myndband af því hér þegar sá atburður átti sér stað. Matu valdi þar úr fjölda hlutabréfa með því að velja þá trékubba sem honum leist hvað best á.