*

miðvikudagur, 14. apríl 2021
Innlent 14. september 2020 09:49

Apótek í Orkuhúsið í Urðarhvarfi

Lyfsalinn opnar í einu stærsta skrifstofuhúsnæði landsins. Orkuhúsið og annar heilbrigðistengdur rekstur kominn á svæðið.

Ritstjórn
Lyfsalinn er kominn í eitt stærsta skrifstofuhúsnæði landsins í Urðarhvarfi 8, en það stóð lengi autt í kjölfar hrunsins, en þar er jafnframt Orkuhúsið og annar heilbrigðistengdur rekstur til húsa.
Aðsend mynd

Lyfsalinn hefur opnað nýtt apótek í Orkuhúsinu í Urðarhvarfi 8 í Kópavogi. Markmiðið er að þjónusta vel þá viðskiptavini sem erindi eiga í Orkuhúsið, til læknis, í sjúkraþjálfun eða í röntgen segir í tilkynningu frá félaginu.

Í næsta nágrenni er Heilsugæslan í Urðarhvarfi en eins og Viðskiptablaðið fjallaði um í síðustu viku keypti 365, félag Ingibjargar Pálmadóttur, Urðarhvarf 14 á 1,5 milljarða króna á síðsta ári. Síðasta sumar flutti Orkuhúsið í Urðarhvarf 8, sem er eitt stærsta skrifstofuhúsnæði landsins, en það stóð lengi autt í kjölfar fjármálakreppunnar og fékk það um tíma viðurnefnið Kreppuhöllin.

Þá voru um þriðjungur af þeim 17.500 fermetrum undir skrifstofurými sem eru í húsinu í útleigu og 6.000 fermetrar til viðbótar í skoðun, en markmiðið var að þar yrðu ýmis konar fyrirtæki í heilbrigðistengdum rekstri.

Vöruval nýja apóteksins miðast t.d. við að geta boðið upp á ýmiss konar stuðningsvörur og hlífar, auk þess sem kalla má hefðbundnar apóteksvörur. Leyfishafi Lyfsalans í Urðarhvarfi, María Jóhannsdóttir, er klínískur lyfjafræðingur, sérmenntuð í að ráðleggja öllum þeim sem þurfa á lyfjagjöf að halda.

Opið er í Urðarhvarfi frá kl. 8.30 til 18 virka daga. Apótek Lyfsalans í Glæsibæ er áfram opið frá 8.30 til 18 virka dag og í bílaapótekinu við hlið Orkunnar á Vesturlandsvegi er opið frá kl. 10 til 22 alla daga vikunnar.