Apótek Grill ehf. sem rekur veitingastaðinn Apótekið í miðbæ Reykjavíkur, velti 694 milljónum króna í fyrra. Rekstrartekjurnar jukust um tæplega 25% á milli ára. Hagnaðurinn í fyrra nam um 23 milljónum króna, sem er 14% aukning frá árinu 2015.

Eignir Apótek Grill ehf. námu 136,3 milljónum króna um síðustu áramót og eigið fé 26,6 milljónum. Ári áður námu eignir 146 milljónum og eigið fé 3,6 milljónum. Skuldirnar lækkuðu úr 142,5 milljónum í 109,6 milljónir.

Stærstu eigendur Apótek Grill ehf. um síðustu áramót voru Tapas ehf. sem átti 55% hlut og Sambagrill ehf. sem átt 25%.