Persónuvernd hefur ákveðið að leyfa lyfjaverslunum að varðveita í tvö ár rafrænar upplýsingar um lyfseðla, en þegar slíkar upplýsingar hafa náð 24 mánaða aldri skal þeim eytt.

Eyðing hjá lyfjaverslunum verður könnuð

Persónuvernd hefur jafnframt ákveðið að í haust verði gerð athugun hjá verslunarkeðjunum Lyfjum og heilsu, Lyfjavali, Lyfjaveri og Lyfju hf. hvernig staðið sé að eyðingu upplýsinganna.

Persónuvernd tekur þó skýrt fram í úrskurði sínum að varðveisla allra rafrænna upplýsinga um lyfseðla hjá lyfjabúðum til lengri tíma, án þess að aflað sé upplýsts samþykkis sjúklinga, sé hins vegar þess eðlis að hún þurfi að byggjast á skýrri lagaheimild. Slík heimild sé ekki til staðar og því óheimil.

Þó sé ekki er gerð athugasemd við varðveislu í þeim tilvikum þegar fengið er skriflegt samþykki viðkomandi aðila.