Verð á appelsínusafa á heimsmarkaði hefur hækkað sem nemur 25% frá ársbyrjun og kostar nú hvert pund um 2,12 dollara. Miðlarar segja helstu ástæður vera þurrka í Flórídaríki í Bandaríkjunum og áhyggjur af safa sem kemur frá Brasilíu, stærsta framleiðanda safans.

Í frétt BBC um málið kemur fram að matvælaeftirlit Bandaríkjanna hafi fundið sendingu frá Brasilíu sem var sýkt af sveppum. Um helmingur alls appelsínusafa kemur frá Brasilíu.