*

fimmtudagur, 17. júní 2021
Innlent 26. nóvember 2014 17:09

Apple 700 milljarða dollara virði

Apple er fyrsta fyrirtækið sem nær markaðsvirði yfir 700 milljörðum bandaríkjadollara.

Ritstjórn
epa

Apple er núna fyrsta fyrirtækið sem hefur markaðsvirði yfir 700 milljarða bandaríkjadollara. Fyrirtækið er nú þegar verðmætasta fyrirtæki heims en eftir að verð hlutabréfa þess hækkaði upp í 119,75 dollara á hlut varð markaðsvirði þess 701,7 milljarðar bandaríkjadollara. Það er hærra en þjóðarframleiðsla allra ríkja fyrir utan nítján ríkustu þjóðir heims.

Verð hlutabréfa fyrirtækisins hefur hækkað um 60% á árinu en Apple gaf á dögunum út snjallsímana iPhone 6 og iPhone 6 Plus og snjallúrið Apple Watch. Í síðasta mánuði tilkynnti fyrirtækið jafnframt að það hefði selt 39,3 milljónir iPhone síma á þriðja ársfjóðrungi en búist er við enn meiri sölu um jólamánuðinn. 

Nánar er fjallað um málið á vef Guardian.

Stikkorð: Apple iPhone