Verð á hlut í tölvurisanum Apple er um 333 dollarar í kauphöll vestanhafs. Markaðsvirði félagsins nálgast óðfluga að vera hærra en olíufélagsins Exxon, stærsta bandaríska félagsins ef litið er til markaðsvirðis.

Á fjárfestabloggsíðunni ritholtz.com er stærð Apple sett í samhengi og segir að ef Apple væri fullvalda ríki væri það 31. stærsta ríki heims. Stærra en Danmörk, Hong Kong, Singapúr og Ísrael.

Ef einungis eignir og lausafé á efnahagsreikningi Apple væru fullvalda ríki þá yrði það 73. stærsta ríki heims, sem telja alls 183.

Apple á lista ríkjanna má skoða hér .