Bandaríska tæknifyrirtækið Apple ætlar að færa hluta af framleiðslu á tölvum sínum til Bandaríkjanna frá Kína á næsta ári. Tim Cook, forstjóri fyrirtækisins sagði frá þessu á fimmtudag í viðtali við Bloomberg Businessweek. Flestar vörur Apple, eins og margra annarra raftækjaframleiðanda, eru framleiddar í Kína. Cook nefndi ekki hvaða vörur það eru sem munu verða framleiddar í Bandaríkjunum hann sagði að fyrirtækið muni nota yfir 100 milljónir Bandaríkjadala í verkefnið.

Eins og fram kemur í frétt Reuters um málið þá sagði Cook í viðtali á NBC á fimmtudag að einungis ein af núverandi Mac vörum fyrirtækisins yrði framleidd eingöngu í Bandaríkjunum.

Viðbrögð við fréttunum hafa verið blendin á meðal greinanda í Bandaríkjunum. Sumir segja þetta jákvætt skref að Apple færi lítinn hlut af heildarframleiðslunni aftur til Bandaríkjanna á meðan aðrir töldu að lítið stæði að baki orðunum og þetta hefði lítil áhrif á vinnumarkað í Bandaríkjunu,.