Apple er orðinn stærsti söluaðili snjallsíma í Kína í fyrsta sinn í sex ár, samkvæmt rannsókn Counterpoint Research. Markaðshlutfall iPhone símanna nam 23% á fjórða ársfjórðungi 2021. Reuters segir frá.

Sala Apple í Kína á síðasta fjórðungi jókst um 32% frá fjórða ársfjórðungi 2020 en á yfir sama tímabil féll heildarsala á snjallsímum í Kína um 9%. Þessa söluaukningu hjá Apple má að hluta rekja til útgáfu á iPhone 13 símanum ásamt því að minni eftirspurn var eftir símum frá helsta samkeppnisaðilanum Huawei.

Ef litið er til ársins 2021 í heild sinni þá var Apple þriðji stærsti söluaðili snjallsíma í Kína með 16% markaðshlutdeild. Sala Apple á öllu síðasta ári samanborið við árið 2020 jókst um 47% á meðan 68% samdráttur var hjá Huawei.

Apple seldi síðast flestu snjallsímana á kínverska markaðnum í lok árs 2015, stuttu eftir að iPhone 6 var gefinn út sem laðaði að kínverska neytendur með stórum skjá.