Rútubílstjórar á vegum stærstu tæknifyrirtækja heims eiga von á dágóðri launahækkun, en samkvæmt nýjum kjarasamningi fá þeir 27,5 dollara á tímann.

75 bílstjórar stofnuðu stéttarfélag fyrir fimm mánuðum síðar og kusu á laugardag um launahækkunina eftir langar viðræður. Þeir eru allir starfsmenn fyrirtækis sem kallast Compass Transportation og sér um akstur fyrir fyrirtæki á borð við Apple, eBay, Yahoo og fleiri.

Samkvæmt lögfræðingi bílstjóranna er um að ræða talsverða launahækkun, en bílstjórarnir þéna á milli 17 og 21 dollara á tímann eins og staðan er í dag. Auk hærri launa vildu bílstjórarnir einnig ná fram nokkrum breytingum á vinnufyrirkomulaginu.

Nú þurfa fyrirtækin sem fá þjónustu hjá Compass Transportation einnig að samþykkja að greiða hærri verð. Ef þau gera það munu yfir 160 bílstjórar njóta umtalsverðar launahækkunar.

Í júlí greindu 140 starfsmenn Google Express frá því að þeir hefðu einnig leitað til lögfræðistofunnar Teamsters, sem er sú sama og áðurnefndir bílstjórar nota.